spot_img
HomeFréttir"Ég á eftir að sakna Jóns"

“Ég á eftir að sakna Jóns”

Stefan Markovice leikmaður Serba og Unicaja Malaga var ekkert að skafa undan af hlutunum þegar við hittum hann í viðtali eftir leik.  Stefan sagði sitt lið hafa spilað á fullu allan tímann þar sem þeir höfðu séð báða leiki Íslendinga í riðlinum fyrir leik dagsins og sáu það að þetta lið væri fyrir alvöru. " Við berum ómælda virðingu fyrir liði Íslands því þeir hafa sýnt það á þessu móti að þeim er graf alvara og eru bara með hörku lið.  Þannig að við gátum ekkert verið að leyfa okkur neina hvíld enda lagði þjálfarinn það upp fyrir okkur að vera á fullu." sagði Markovic. 

 

"Ég veit svo sem hvað hann Jón getur, hann er frábær körfuknattleiksmaður og augljóslega eru þeir fleiri á Íslandi sem kunna að spila körfubolta.  Því miður verður hann ekki með mér hjá Malaga aftur á næsta tímabili og ég á svo sannarlega eftir að sakna hans því hann er frábær liðsfélagi." sagði Markovic að lokum.

Fréttir
- Auglýsing -