Finnur Freyr Stefánsson annar tveggja aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins segir skemmtilega tíma í gangi í íslensku íþróttalífi og nefndi þá helst þátttöku handboltans, fótboltans og körfuboltans í lokakeppnum Evrópumeistaramóta. Hann segir forréttindi að vera á EuroBasket í Berlín og að andstæðingur dagsins, Serbar, séu það sterkir að það hafi alltaf verið vitað að þessi leikur yrði gríðarlega erfiður. Hann var þó sáttur við hve vel Ísland var inni í leiknum framan af.



