Tyrkir voru rétt í þessu að vinna Þjóðverja 75-80 á EuroBasket í Berlín. Þrátt fyrir 32 stiga leikhluta hjá heimamönnum í fjórða dugði það ekki til. Tyrkir tóku forystuna snemma og létu hana aldrei af hendi. Cedi Osman var stigahæstur í liði Tyrkja með 17 stig og 5 fráköst.
Tyrkir fóru af stað með látum og leiddu 41-24 í hálfleik þar sem Ersan Ilyasova var með 11 stig og þá var Semih Erden Þjóðverjum erfiður með 8 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. Heimamenn í Þýskalandi voru þó mun betri varnarlega í öðrum leikhluta og héldu Tyrkjum í 10 stigum eftir að hafa fengið á sig 31 stig í fyrsta leikhluta!
Ekkert bólaði á tilraunum Þjóðverja til að saxa á forystuna og Tyrkir leiddu 43-60 fyrir fjórða leikhluta. Á lokasprettinum sem var án Dirk Nowitzki sem fylgdist með af bekknum tóku Þjóðverjar á rás og náðu að gera leik úr þessu með því að vinna fjórða hluta 32-20 en Tyrkir héldu fengnum hlut og unnu verðskuldað 75-80.
Næst á dagskrá hér í Mercedes Benz Arena er viðureign Spánar og Ítalíu.
Mynd/ [email protected] – Ersan Ilyasova leikmaður Detroit Pistons í NBA deildinni gerði 15 stig í dag og tók 4 fráköst.



