spot_img
HomeFréttirGallinari og Belinelli magnaðir í sigri á Spánverjum

Gallinari og Belinelli magnaðir í sigri á Spánverjum

Ítalir voru kampakátir í Mercedes Benz Arena í kvöld en Ítalir lögðu þá erkifjendur sína frá Spáni 105-98! Marco Belinelli og Danilo Gallinari voru magnaðir og þá átti Andrea Bargnani einnig sterkar rispur. Belinelli og Gallinari gerðu saman 56 af 105 stigum Ítala í leiknum.

Spánverjar leiddu 20-19 eftir fyrsta leikhluta þar sem stóru strákarnir Pau Gasol og Andrea Bargnani voru að láta til sín taka. Gasol með 12 stig og Bargnani 10. Hnífjafnt og þannig hélt það áfram í öðrum leikhluta og skiptust liðin alls 11 sinnum á forystunni í fyrri hálfleik. 

Spánn leiddi engu að síður 45-42 í leikhléi og Pau að hóta stórleik með 16 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar í hálfleik. Hjá Ítalíu var Danilo Gallinari með 14 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar. Ítalir fóru einkar vel með boltann þennan fyrri hálfleikinn og í raun bæði lið, sjaldséð að sameiginlega hafi liðin aðeins tapað fjórum boltum á 20 mínútum.

Ítalir settu 11 af 24 í þristum í kvöld og þar af var Marco Belinelli 7/9 en hann var prímusmótor þeirra Ítala í þriðja leikhluta og að honum loknum höfðu Ítalir náð 10 stiga forskoti, 63-73. 

Í fjórða leikhluta fór Gallinari alla leið með leikinn þegar hann skellti niður rándýrum þrist og jók stöðuna í 68-81. Í fyrri hálfleik skiptust liðin 11 sinnum á forystunni en þetta var í eigu Ítala í þeim seinni sem náðu mest 15-0 áhlaupi á Spánverja þar sem margar stjórstjörnur hafa átt betri daga. Pau Gasol bar af í liði Spánverja með 34 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Lokatölur, 98-105. 

Tölfræði leiksins

Myndir/ Hörður D. Tulinius

Fréttir
- Auglýsing -