spot_img
HomeFréttirStyttist í fyrsta landsleik Íslands og Spánar

Styttist í fyrsta landsleik Íslands og Spánar

Senn líður að fyrsta landsleik Íslands og Spánar en liðin eigast við núna kl. 19:00 að íslenskum tíma í fjórðu umferð B-riðils á EuroBasket í Berlín. Spánverjar eru einhver öflugasta körfuknattleiksþjóð heims en hafa átt erfitt uppdráttar hér í Þýskalandi með tapi gegn Serbum og Ítölum en eini sigur Spánverja til þessa var 104-77 kjöldráttur þeirra á Tyrkjum.

Við vitum fyllilega vel að Spánverjar ætla sér sigur gegn okkur Íslendingum í þessum leik en okkar menn hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir baráttuna og samstöðuna í vörninni. Pau Gasol var sá eini sem mætti í vinnuna í stjörnumprýddu liði Spánar í síðasta leik og verður fróðlegt að sjá hvernig honum muni ganga með víkingana okkar. 

Íslenska liðið er enn á höttunum eftir sínum fyrsta sigri í mótinu, hefst það í kvöld? Þegar stórt er spurt!

Ísland og Spánn hafa aldrei áður mæst svo þessi dagur fer í sögubækurnar sem fyrsti landsleikur þjóðanna. 

Áfram Ísland! 

Staðan í B-riðli

 
TEAM
P
W/L
F/A
PTS
1.
4
4/0
332/272
8
2.
4
3/1
352/333
7
3.
4
2/2
318/357
6
4.
4
1/3
294/302
5
5.
3
1/2
272/262
4
6.
3
0/3
193/235
3

Mynd/ [email protected] – Hlynur fyrirliði Bæringsson arkar inn í Mercedes Benz Arena til að hita upp fyrir leikinn gegn Spánverjum.

Fréttir
- Auglýsing -