Nú er hálfleikur í síðasta leik Íslands í B-riðli EuroBasket og standa leikar 47-47 í viðureign Íslands og Tyrklands. Haukur Helgi Pálsson skellti niður flautuþrist og jafnaði metin en fyrri hálfleikur hefur verið gríðarlega spennandi og jafn þar sem liðin hafa 10 sinnum skiptst á forystunni.
Haukur Helgi Pálsson er með 12 stig og 3 stoðsendingar í háfleik en næstur honum er Logi Gunnarsson með 8 stig og 2 fráköst. Allt íslenska liðið hefur leikið ljómandi vel og af mikilli festu og sigurviljinn skín úr augunum á þeim!
Meira síðar…



