spot_img
HomeFréttirSkýrist í nóvember hvar EuroBasket 2017 fer fram

Skýrist í nóvember hvar EuroBasket 2017 fer fram

Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ og stjórnarmaður hjá FIBA Europe sagði í samtali við Karfan.is fyrr í dag að ákvörðun um næsta EuroBasket 2017 og í hvaða landi það færi fram myndi verða tekin í nóvembermánuði næstkomandi.

Eins og flestum er kunnugt átti EuroBasket 2015 að fara fram í Úkraínu en sökum ástandsins þar í landi var mótið fært á fjóra keppnisstaði með lokasprettinn í Lille í Frakklandi. Hvernig t.d. reynslan af þessum fjórum löndum fyrir riðlakeppnina á eftir að vera kemur í ljós og fróðlegt að sjá hvort valið verði að hafa riðlana í fleiri en einu landi. 

Samkvæmt Hannesi mun undankeppni EuroBasket 2017 fara fram í ágúst og september 2016 og verður það í síðasta sinn sem undankeppni fer fram áður en haldið verður inn í nýja „glugga fyrirkomulagið.“

Eins og sakir standa eru nú 16 liða úrlitin í Lille og ræðst það í kvöld hvaða átta lið halda áfram. 

Fréttir
- Auglýsing -