Í kvöld fara fram átta leikir í Lengjubikarkeppni karla, sex af átta leikjum kvöldsins hefjast kl. 19:15 en það verða Valur og KFÍ sem ríða á vaðið kl. 17:00 í Vodafonehöllinni. Næsti leikur er 18:30 þegar Höttur og Fjölnir mætast á Egilsstöðum.
Aðrir leikir dagsins, 19:15:
Þór Þorlákshöfn – Njarðvík
Snæfell – Hamar
Breiðablik – Keflavík
Tindastóll – FSu
Þór Akureyri – Stjarnan
Grindavík – ÍR
Mynd/ Silfurlið síðasta tímabils, Tindastóll, tekur á móti nýliðum FSu í Síkinu í kvöld.



