spot_img
HomeFréttirFormaður KFÍ: Gleðjumst yfir leiknum – gleymum dómurunum

Formaður KFÍ: Gleðjumst yfir leiknum – gleymum dómurunum

Ingólfur Þorleifsson formaður KKD KFÍ ritar pistil á heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni: „Gleðjumst yfir leiknum – gleymum dómurunum.“

Hér er brot úr pistlinum en að neðan má finna tengil sem vísar á hann í heild sinni:

Í gegnum árin hef ég ekki verið barnanna bestur og látið dómara heyra það ef ég er ekki sáttur. Ég hef hinsvegar komist að því að það hefur hvorki skilað mér né KFÍ nokkrum sköpuðum hlut. Því er undirritaður nú kominn í það persónulega verkefni að hætta afskiptum af störfum dómara. Það mun án efa taka á að stilla sig en ég er kominn á þá skoðun að það skili okkur meiru að dómurunum líði vel í vinnunni á okkar heimavelli. Ég vil með þessum orðum fara fram á það við ykkur, iðkendur og stuðningsmenn, að koma fram við dómara af virðingu.

Pistill Ingólfs í heild sinni

Fréttir
- Auglýsing -