Valmenn hafa fengið til sín fjóra nýja leikmenn og það úr Vesturbænum en þeir Skúli Gunnarsson, Sólon Svan Hjördísarson, Friðrik Þjálfi Stefánsson og Þorgeir Blöndal hafa allir skipt yfir í Val og koma þeir fjórir úr röðum KR.
Þá hefur Jens Guðmundsson verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla en hann mun einnig þjálfa drengja- og unglingaflokk félagsins. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Valsmönnum.



