spot_img
HomeFréttirTölf lönd hafa áhuga á EuroBasket 2017

Tölf lönd hafa áhuga á EuroBasket 2017

Hannes S. Jónsson formaður KKÍ er staddur í Lille í Frakklandi þessa dagana og er eflaust að gera sig kláran í úrslitaleik Spánar og Litháen sem fram fer á eftir. Hannes setti inn færslu á Facebook áðan þar sem fram kemur að 12 lönd hafi áhuga á því að halda EuroBasket 2017 hvort það sé í einum riðli eða öll keppnin, þ.e. einn riðill og úrlsit. Sjá færslu Hannesar hér að neðan:

Færsla Hannesar á Facebook: 

Í dag var stjórnarfundur FIBA Europe hér í Lille og fyrir utan venjubundnar skýrslur voru tvö mál aðalatriði fundarins en það voru fjárhagsáætlun 2016 og 2017 og svo ferlið varðandi þær þjóðir sem vilja halda EuroBasket 2017.

Í ljósi góðs árangurs af því að halda EuroBasket núna í fjórum löndum var ákveðið að einnig væri hægt að gera það 2017. Þau lönd sem vilja halda keppnina næst geta því sótt um; A) að halda alla keppnina, B) að halda einn riðil og svo úrslitin eða C) halda einn riðil.

Eins og staðan er núna hafa 12 lönd áhuga á að halda keppnina að hluta eða alla keppnina. 
Í byrjun desember verður svo næsti stjórnarfundar þar sem farið verður yfir umsóknir og mótshaldarar valdir.

Mynd/ Frá Smáþjóðaleikunum 2015 í Laugardal, Hannes ásamt Guðbjörgu Norðfjörð varaformanni KKÍ. Frenkie the Fireball í túlkun Márusar Björgvins Gunnarssonar lét sig ekki vanta á myndina. 

Fréttir
- Auglýsing -