spot_img
HomeFréttirHannes: Ísland mun ekki sækja um EuroBasket 2017

Hannes: Ísland mun ekki sækja um EuroBasket 2017

Eins og við greindum frá áðan er Hannes S. Jónsson formaður KKÍ staddur í Lille í Frakklandi þar sem styttist óðar í úrslitaviðureign Spánar og Litháen á EuroBasket 2015. Hannes er einnig ytra til að vera viðstaddur stjórnarfund FIBA Europe og staðfesti hann við Karfan.is nú rétt í þessu að Ísland muni ekki sækja um að halda einn riðil eða alla keppnina fyrir EuroBasket 2017, til þess sé ekki húsakostur á Íslandi.

„Að halda EuroBasket er ansi stórt verkefni og að sjalfsögðu væri gaman að halda keppnina á Íslandi. Eins og staðan er nuna hafa 12 löndu áhuga á þvi að halda keppnina , það er riðil , riðil og úrslit eða alla keppnina. Það kemur svo ljós í byrjun  nóvember hvort þau sækja öll um nú eða hvort fleiri bætist í hópinn. En nei Ísland mun ekki sækja um EuroBasket 2017. Stæsta og augljósasta ástæðan er sú að það er ekki til höll / íþróttahús sem stenst kröfurnar til að halda EuroBasket þannig að það hefur bara ekki komist á "alvarlegt" stig hjá okkur að halda næsta mót,“ sagði Hannes við Karfan.is.

Til þess að fá riðil eða alla keppnina þarf að minnsta kosti 7-8 þúsund manna höll en til samanburðar eru um 2500 sem komast í Laugardalshöllina skv. heimildum Karfan.is. Umsókn frá Íslandi til að halda mót er því sjálfdauð. 

Fréttir
- Auglýsing -