Árni Þór Hilmarsson hefur sagt skilið við kvennalið Hamars í Domino´s-deild kvenna en hann var ráðinn í Frystikistuna nú fyrr í sumar. Árni lét af þjálfarastörfum hjá Hamri af persónulegum ástæðum. Frá þessu er greint á hamarsport.is
Á heimasíðu Hamars segir einnig:
Stjórn körfuknattleiksdeildar þakkar Árna fyrir vel unnin störf þann stutta tíma sem hann var hjá félaginu og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Við liðinu tekur Daði Steinn Arnarsson sem er öllum vel kunnugur og býður stjórnin Daða velkominn til starfa.
Stelpurnar eru að taka þátt í Lengjubikarnum þessa dagana og er næsti leikur heimaleikur á fimmtudaginn við Keflavík. Fyrsti leikurinn í Domino’s deildinni er svo 14. október við Íslandsmeistara Snæfells í frystikistunni.
Mynd/ Árni t.v. og Lárus formaður KKD Hamars t.h. í maí þegar Árni tók við kvennaliði Hamars.



