Landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson hefur samið við Íslandsmeistara KR í Domino´s-deild karla. Það hafði þegar kvisast út að Ægir hafi átti í viðræðum við KR-inga og þá sagði hann í íþróttafréttum RÚV í kvöld að hann hafi einnig átt viðræður við Njarðvíkinga.
Ægir sagðist sáttur við þessa ákvörðun sína en hann er á leið inn í hörku samkeppni í þéttum röðum þeirra KR-inga.
Sjá sjónvarpsfrétt RÚV um málið í kvöld – hefst á 2.20mín.
Mynd/ Skúli Sigurðsson – [email protected]



