spot_img
HomeFréttirAysim Altay með fyrirlestur á laugardag

Aysim Altay með fyrirlestur á laugardag

Aysim Altay er stödd hér á landi en hún er einn af aðalfyrirlesurum FECC þjálfaranmánsins hjá FIBA Europe. Fyrirlesturinn verður í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 26. september og hefst kl. 16:00.

Fyrirlesturinn er opinn öllum þjálfurum óháð hvaða íþrótt umræðir, frítt er inn á fyrirlesturinn á meðan húsrúm leyfir en Altay heldur fyrirlesturinn að áeggjan þeirra Ágústar Björgvinssonar og Inga Þórs Steinþórssonar körfuknattleiksþjálfara. 

Sjá viðburðinn á Facebook

Í viðburðarlýsingu fyrirlestararins á Facebook segir:

Háskólinn í Reykjavík, Körfuknattleikssamband Íslands og íþrótta- og Ólympíusamband Íslands bjóða uppá fyrirlestur fyrir íþróttamenn og íþróttalið með þjálfaranum Asyim Altay frá Tyrklandi. Asyim hefur sérhæft sig í þjálfun er varðar hugarástand íþróttamanna "mental coaching".

Fyrirlesturinn verður í Háskólanum í Reykjavík í sal M101 laugardaginn 26.september kl. 16:00 til 17:15. 

Fyrirlestur Aysim Altay fjallar um hvernig megi meðhöndla einstaklinga sem hluta af liði og hvernig hægt sé að hámarka frammistöðu liðsins. Hvað þarf að vita um einstaklingin og „team chemistry“. 

Aysim Altay er einn af aðalfyrirlesurum í FECC þjálfaranámi evrópska körfuknattleikssambandsins-FIBA Europe. Einnig hefur Asyim Altay starfað með mörgum landsliðum og atvinnuliðum sem og tyrknesku samböndunum í körfuknattleik og knattspyrnu.

Frítt inn á meðan húsrúm leyfir

Fréttir
- Auglýsing -