Við settum eina spurningu á nýjasta KR-inginn hann Ægi Þór Steinarsson og hún hljóðaði svo: Hver þessara búninga er flottastur, Fjölnir, Newberry, Sundsvall eða KR?
Það stóð auðvitað ekki á svörunum hjá Ægi sem er greinilega hið besta efni í stórsnjallan diplómata:
„Já þetta er erfið spurning! Eigum við ekki að vera pólitískir og segja að þeir séu allir jafn flottir. Hins vegar er ég mjög ánægður með KR treyjuna.“
Eitt sem Fjölnismenn virðast þó hafa fram yfir flesta með Bónus á framanverðum búningunum sínum og það er að okkur á Karfan.is hefur ekki enn tekist að finna annan búning félagsliðs með grís framan á. Við reyndum að pressa bakvörðin snögga aðeins og náðum þessu upp úr honum.
„Grísinn verður seint toppaður – ekkert bruðl!“
Við biðlum annars til netrannsakenda að senda okkur myndir af búningi félagsliða í körfuknattleik annarra en Fjölnis sem skarta grís að framanverðu og munið… ekkert bruðl!



