Keflavík sigraði Tindastól með einu stigi í bráðfjörugum leik, 89-88, fyrr í kvöld, á heimavelli sínum í TM Höllinni í Powerade (fyrirtækja) bikarkeppni karla.
Hálfgert undirbúningstímabil sem þessi keppni er virtist lítið vera að flækjast fyrir leikmönnum liðanna og skal undirritaður staðfesta það að þarna var á ferðinni einn best spilaði, jafnframt, harðasti æfingaleikur sem hann hefur nokkurtíman séð.
Bæði lið, vissulega, eins og það er venjulega á þessum tíma, án nokkurra leikmanna, sem og að prófa sig áfram með þá sem að voru nýjir. Keflavík að spila án útlendings, en með þá Magnús Már og Ágúst Orrason alveg nýja og þá Magnús Þór og Ragnar Gerald gamla/nýja. Tindastóll, silfurliðið frá því í fyrra, hefur upp á að bjóða einhverja bestu leikstjórnendur landsins í þeim Arnþóri Guðmunds (fenginn frá Spáni í sumar) og ungstirninu Pétri Birgi Rúnarssyni, ákvað hinsvegar að hvíla þá báða í þessum leik. Því skarð fyrir skildi í báðum liðum.
Leikurinn, allt frá fyrstu mínútu var æri spennandi. Þar sem að liðin skiptust á stuttum áhlaupum/stemmingu. Eftir þann 1. voru gestirnir úr Skagafirðinum þó komnir með 10 stiga forystu, 19-29, en heimamenn í Keflavík voru snöggir að kveðja þann draug í öðrum. Fóru með 3 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 51-48.
Í öðrum hálfleiknum hélt þessi barátta liðanna (reipitog) áfram og var svo allt fram á síðustu sekúndu leiksins þegar að nýr Keflvíkingur, Magnús Már, var sendur á línuna, með Keflavík aðeins stigi undir til þess að taka tvö vítaskot. Drengurinn, sem mikið hafði verið rabbað um síðastliðið vor (hans vistaskipti yfir lækinn frá Njarðvík) þakkaði traustið sem þjálfari Keflavíkur hafði sýnt honum í því að setja hann í byrjunarliðið með því að nýta bæði skot sín.
Magnús vann því leikinn fyrir Keflavík, með einu stigi og ef frammistaða hans í kvöld var einhver fyrirboði þess er koma skal. Ættu aðdáendur Keflavíkur að senda bæði blóm og kransa yfir á Þórustíginn fyrir einkar gott uppeldi á þessari framtíðarstjörnu Keflavíkur.
Maður leiksins var hinsvegar annar Magnús, þá, Þór Gunnarsson, en ekki bara hreyf lið sitt áfram í hvert einasta skipti sem það þurfti það, heldur skoraði hann einnig 16 stig og tók 6 fráköst á þeim rúmu 29 mínútum sem hann spilaði í leik kvöldsins.
Myndir, viðtöl & umfjöllun / Davíð Eldur



