spot_img
HomeFréttirNash að bætast í þjálfaraflóru Warriors

Nash að bætast í þjálfaraflóru Warriors

Steve Nash (41) er á leið til Golden State Warriors en þar mun kappinn verða hluti af þjálfarateymi meistaranna. Félagið hefur þó enn ekki staðfest þessar fregnir en aðspurður í viðtali hjá Sportsnet á dögunum kinkaði Nash kolli þegar hann var inntur eftir þessu.

Samkvæmt heimildum NBA.com í gegnum Sportsnet mun Nash bætast í hópinn til að sinna „part-time player development consultant.“ Ef okkur skjátlast ekki er Nash að fara í ráðgjafastörf hjá Warriors við leikmannaþróun og það í einhverskonar hlutastarfi.

Í viðtali við Sportsnet var Nash m.a. spurður að því hvað Stephen Curry stjörnuleikstjórnandi Warriors gæti gert betur. Nash svaraði: „Þvottinn sinn“ – svo einhver leynd hangir enn yfir þessum málum og færslu Nash inn í Warriors-veldið. 

Steve Nash er goðsögn í bransanum en hann var tvívegis valinn MVP í NBA deildinni. Forseti Warriors, Rick Welts, vann til fjölda ára með Nash hjá Phoenix Suns hefur ekki sagt neitt annað en að hann sé hlynntur ráðningunni. 

Sjálfur segir Nash að hann geti lítið bætt leik Curry enda sé hann einkar hæfileikaríkur en hann mun vísast vinna með fleiri leikmönnum innan félagsins. 

Nánar

Fréttir
- Auglýsing -