Páll Jóhannesson tók Benedikt Guðmundsson tali hjá Þór TV á dögunum. Benedikt var einn af sérfræðingum RÚV á meðan EuroBasket fór fram en Benedikt og Páll ræddu um Evrópuævintýri okkar Íslendinga.
Benedikt segir m.a. í viðtalinu að nú þýði ekki að bíða eftir því að EuroBasket sjálft sjái um fjölgun á æfingum félaganna hér innanlands, ýta þurfi við öllum þó mótið í Berlin hafi hjálpað til.
Eins sagði Benedikt að allir í körfunni væru í raun í skýjunum með úrslitin í Berlín þó sigur hafi ekki unnist. Hann sagði þjálfarateymið hafa gert virkilega vel og að aðkoma fjölmargra hafi í raun séð til þess að verkefnið hafi smollið saman.



