Haukur Helgi Pálsson er farinn til Þýskalands en hann fékk boð um að fara til MBC sem spilar í þýsku úrvalsdeildinni. Samningur Hauks hljómar uppá 6 – 8 vikur í senn og gæti mögulega framlengst út tímabilið hafi MBC áhuga á því. "Þetta kom mjög snöggt upp núna snemma í morgun og ég held til Þýskalands núna í nótt." sagði Haukur í snörpu viðtali við Karfan.is
Haukur Helgi sem hafði áður verið í viðræðum við lið í Belgíu mun því æfa nú þessa vikuna með liði MBC og spila sinn fyrsta leik með liðinu á laugardag gegn Pheonix Hagen. Lið MBC hefur nokkuð góða reynslu af Íslendingum en Hörður Axel Vilhjálmsson spilaði með liðinu síðasta tímabil við góðan orðstýr.
Í samtali við Tómas Þór Þórðarson hjá Vísi sagðist Haukur hafa verið á leið í viðræður við nokkur íslensk lið áður en þetta tækifæri kom upp hjá honum.



