spot_img
HomeFréttirChukwudiebere Maduabum út og Earl Brown inn

Chukwudiebere Maduabum út og Earl Brown inn

Ekkert verður úr komu Chukwudiebere Maduabum til Keflavíkur fyrir átökin í Domino´s-deild karla en Keflvíkingar hafa leyst úr þeim málum með ráðningu á Earl Brown.

Á heimasíðu Keflavíkur segir

Earl Brown er fæddur árið 1992 og kemur frá Philadelphia. Hann er 1,98 m á hæð og lék í vetur sem forward með St. Francis háskólanum í Bandaríkjunum. 

Eins og fyrr segir er Earl Brown mættur til landsins og byrjaður að æfa með liðinu. KKDK er mjög ánægð með liðsaukann og hlakkar okkur mikið til að starfa með honum í vetur. 

Nú andar vísast margur fjölmiðlamaðurinn léttar því það er ekki heiglum hent að stafa Chukwudiebere Maduabum svo vel megi vera. 

Fréttir
- Auglýsing -