spot_img
HomeFréttirGunnhildur frá vegna brjóskloss

Gunnhildur frá vegna brjóskloss

Landsliðskonan Gunnhildur Gunnarssdóttir hefur ekkert leikið með Íslandsmeisturum Snæfells á undirbúningstímabilinu þar sem hún greindist með brjósklos í ágústmánuði. 

„Ég fer ekki í aðgerð en stefni náttúrulega á að vera komin inn sem fyrst en þetta tekur langan tíma,“ sagði Gunnhildur í samtali við Karfan.is. 

Gunnhildur hefur verið í endurhæfingu undanfarið og byrjuð aðeins að skokka en segir þetta þolinmæðisverk. „Þetta er svo misjafnt en ég er mun skárri heldur en ég var og vonandi klár í slaginn sem allra fyrst.“

Meistarar Snæfells eiga fyrsta leik í Domino´s-deildinni þann 14. október þegar liðið heimsækir Hamar í Frystikistuna í Hveragerði. Hvort Gunnhildur verði komin í búning fyrir þennan fyrsta leik mun tíminn leiða í ljós.

Mynd úr safni/ Þorsteinn Eyþórsson – frá vinstri Kristen McCarthy, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir.

Fréttir
- Auglýsing -