Internetið er hörð móðir og gleymir litlu sem engu, það kann líka að varpa fram athyglisverðum staðreyndum eins og þessi mynd sýnir glögglega. Það eru til hrökkbrauð eins og Derrick Rose sem hefur verið einkar óheppinn með meiðsli og svo eru til önnur brauð sem bara halda endalaust áfram eins vel hannaðar díselmaskínur á borð við Tim Duncan.



