spot_img
HomeFréttirUndanúrslit Lengjubikars kvenna í kvöld

Undanúrslit Lengjubikars kvenna í kvöld

Í kvöld fara fram undanúrslitin í Lengjubikarkeppni kvenna en báðir leikir kvöldsins fara fram TM Höllinni í Keflavík. Það verða heimakonur í Keflavík og Valur sem ríða á vaðið með fyrri undanúrslitaleik kvöldsins kl. 18:15.

Strax að fyrri leik loknum eða kl. 20:30 mætast Haukar og Grindavík í síðari undanúrslitaleik kvöldsins. Sigurvegarar kvöldsins mætast svo í úrslitum á Laugardag en þá er leikið í Iðu á Selfossi. 

Mynd/ Sandra Lind og Keflvíkingar mæta Val í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í kvöld.

Fréttir
- Auglýsing -