Það mætti segja að það væri sannkallað körfuboltaæði í Vesturbæ þessa dagana og sennilega aldrei jafn mikið af börnum æft körfubolta á sama tíma og nú. Fullt af börnum á öllum æfingum í yngri flokkunum hvort sem það er hjá stelpunum eða strákunum. Svo eru þau mikið úti að leika sér með bolta og sjást jafnvel skiptast á NBA körfuboltamyndum frá Bandaríkjunum líkt og í gamla daga.
Pálmar Ragnarsson þjálfari byrjendaflokks og mb 8 ára hjá KR sendi Karfan.is þessa skemmtilegu mynd.
Karfan.is hvetur aðildarfélög KKÍ til að senda okkur myndir/myndbönd frá æfingum eða öðrum verkefnum yngri flokkanna á [email protected]



