Hlynur Bæringsson og félagar í Sundsvall Dragons hófu leik í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Umea BSKT mættu í drekabælið. Lokatölur voru 88-73 Sundsvall í vil þar sem Hlynur Bæringsson gerði 15 stig í liði Sundsvall.
Hlynur var 5/9 í teignum og 100% að sjálfsögðu í þristum (1/1) og 2/4 á vítalínunni. Hlynur var einnig með 4 fráköst og 2 stoðsendingar en stigahæstir í liði Sundsvall í kvöld voru þeir Raymond Willis og Charles Barton, báðir með 16 stig. Fimm drekar gerðu 10 stig eða meira í leiknum.



