spot_img
HomeFréttirMarín: Erum með ungt og gott lið

Marín: Erum með ungt og gott lið

Marín Laufey Davíðsdóttir gerði 6 stig, tók 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar í liði Keflavíkur í dag þegar Keflvíkingar máttu fella sig við silfrið í Lengjubikarnum eftir 47-70 ósigur gegn Haukum í úrslitaleik keppninnar.

Marín sagði Keflavíkurliðið vera gott en ungt og að Keflvíkingar myndu ná í skottið á Haukum eftir því sem liðið á tímabilið. „Við eigum fullt inni og sýndum svo sannarlega ekki okkar besta leik í dag svo það er bara spennandi að sjá hvað gerist í deildinni. 

 

Fréttir
- Auglýsing -