Senn hefjast leikar á ný í spænsku ACB deildinni og liðin að slípa sig til fyrir komandi átök. Lið Valencia er þar engin undantekning er þar er einmitt Jón Arnór Stefánsson sem stendur á þriggja mánaða samningi. Í dag sigraði Valencia lið Iberostar Tenerife með 100 stigum gegn 77. Jón fékk 13 mínútur í leiknum og nýtti þær vel, setti niður 8 stig og gaf eina stoðsendingu. Jón hitti úr 3/6 í skotum (2/3 þriggja) og var að sögn heimasíðu Valencia að skila góðum mínútum.
Valenica hefur nú leikið 3 æfingaleiki (Zaragoza, Tenerife og Bilbao) og hefur sigrað þá alla.
Fyrsta verkefni hjá Valenica þetta árið er svo risavaxið og það í djúpu lauginni, en liðið hefur leik eftir viku gegn meisturum Real Madrid í Madrid.
Mynd: Valenciabasket



