spot_img
HomeFréttirSenegal og Kína taka síðustu titlana

Senegal og Kína taka síðustu titlana

Álfukeppnunum 2015 lauk á sunnudaginn með sigrum Senegal á AfroBasket kvenna og Kína á FIBA Asia.

 

Kvennalið Senegal lagði annars ósigrað lið Kamerún 81-66 en Kamerún átti eina liðið sem fór taplaust í gegnum riðlakeppnina. Senegal hafði hinsvegar tapað bæði á móti Angóla og Nígeríu, sem enduðu á að spila um bronsið.

MVP mótsins: Aya Traore, Senegal

 

Karlalið Kína sigraði Filippseyja í úrslitaleik FIBA Asia 78-68. Kínverjar sigruðu þar með alla leiki sína á mótinu en Filippseyingar höfðu tapað sínum fyrsta leik í riðlakeppninni gegn Palestínu. 

MVP mótsins: Yi Lianjian, Kína

Fréttir
- Auglýsing -