Grindvíkingar eru komnir á byrjunarreit svo til í kanamálum sínum en á föstudag var Hector Harold sendur heim en hann stóðst alls ekki þær væntingar sem til hans voru gerðar. "Já það er rétt við þökkuðum honum pent fyrir sitt framlag sem var ekki í þeim flokki sem við ætluðumst til." sagði Gauti Dagbjartsson hjá þeim Grindvíkingum í samtali við Karfan.is
Grindvíkingar eru sum sé komnir á fullt í að leita af nýjum manni. "Við höfðum meðal annars samband við Terrence Watson sem var hjá Haukum en það virðist ekki vera að ganga upp. Við erum rólegir í þessu og ætlum okkur að finnan góðan mann." sagði Gauti ennfremur.



