spot_img
HomeFréttirHlynur með 14 stig í naumum sigri Sundsvall

Hlynur með 14 stig í naumum sigri Sundsvall

Þrír leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Hlyni Bæringssyni og félögum í Sundsvall Dragons tókst að læðast burt frá ecoÖrebro með 91-93 sigur. Þetta var annar sigur Sundsvall í deildinni eftir þrjá leiki.

Sundsvall komst í 90-93 þegar fjórar sekúndur lifðu leiks og brutu svo þegar ein sekúnda var eftir og heimamenn í ecoÖrebro fengu aðeins tvö vítaskot og annað þeirra geigaði og þar með var björninn unninn. 

Hlynur gerði 14 stig í leiknum og tók 7 fráköst en stigahæstur í liði Sundsvall var Charles Barton emð 17 stig. 

Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Boras Basket hafa enn ekki stigið feilspor í Svíþjóð til þessa en Boras hefur unnið tvo fyrstu leikina sína og Jakob stigahæstur í þeim báðum! Fyrst með 24 stig gegn ecoÖrebro og svo með 18 stig í öðrum sigri liðsins er Boras mætti Malbas. 

Staðan í sænsku deildinni
 

Nr Lag V/F Poäng
1. Södertälje Kings 3/0 6
2. Borås Basket 2/0 4
3. Sundsvall Dragons 2/1 4
4. BC Luleå 1/1 2
5. Norrköping Dolphins 1/0 2
6. Malbas 1/1 2
7. Uppsala Basket 1/1 2
8. KFUM Nässjö 1/1 2
9. ecoÖrebro 1/2 2
10. Jämtland Basket 0/3 0
11. Umeå BSKT 0/3 0

 

Fréttir
- Auglýsing -