Israel Martin sem gerði nýliða Tindastóls að silfurliði síðustu leiktíðar á Íslandi byrjar þjálfaraferil sinn í Danmörku með látum! Martin sem tók við Bakken Bears í sumar hefur unnið tvo stórsigra með Bakken í jafn mörgum leikjum.
Bakken Bears hafa um árabil verið eitt sterkasta lið Danmerkur og eru kapparnir heldur betur að hnykkla vöðvana þessi dægrin. Í fyrsta leik voru nýliðar Stevnsgade SuperMen teknir í bakaríið 108-62.
Á fimmtudagskvöld voru Martin og lærisveinar aftur á ferðinni þegar Bakken pakkaði Randers Cimbria saman 111-53! Ekki amaleg byrjun og ljóst að Bakken ætla sér ekkert annað en gullið þennan veturinn en það er ekkert gefið í þessu, Næstved, Horsens og Svendborg munu ekki gefa Martin og Bakken danska gullið.
Staðan í dönsku úrvalsdeildinni
| Basic play | W / L | Points | |
|---|---|---|---|
| First | Bakken Bears | 2/0 | 4 |
| 2nd | Team FOG Naestved | 2/0 | 4 |
| 3rd | Horsens IC | 1/0 | 2 |
| 4th | Svendborg Rabbits | 1/1 | 2 |
| Fifth | Stevnsgade Supermen | 1/1 | 2 |
| 6th | Hoersholm 79ers | 0/1 | 0 |
| 7th | SISU | 0/2 | 0 |
| 8. | Randers Cimbria | 0/2 | 0 |
Mynd úr safni/ Hjalti Árna



