spot_img
HomeFréttirBryndís: Ætlum að láta finna fyrir okkur

Bryndís: Ætlum að láta finna fyrir okkur

Nýliðum Stjörnunnar var í dag spáð 4. sæti í Domino´s-deild kvenna sem þýðir að standist spáin muni Garðbæingar í fyrsta sinn eiga lið í úrslitakeppni úrvalsdeildar kvenna. Karfan TV ræddi við Bryndísi Hönnu Hreinsdóttur leikmann Stjörnunnar sem sagði þær bláu ætla að láta vel fyrir sér finna á komandi leiktíð. 

Bryndís og Stjörnukonur hefja leik annað kvöld þegar Lengjubikarmeistarar Hauka koma í heimsókn í Ásgarð kl. 19:15 í fyrstu umferð Domino´s-deildar kvenna. 
 

Fréttir
- Auglýsing -