spot_img
HomeFréttirIngi Þór: Við rísum aftur upp í ár

Ingi Þór: Við rísum aftur upp í ár

Ríkjandi meistarar síðustu tveggja ára úr Hólminum fá ekki brautargengi inn í úrslitakeppnina ef marka má spá forráðamanna og fyrirliða í Domino´s-deildunum. Eins og flestum er kunnugt lagði Hildur leiðtogi Sigurðardóttir körfuboltann á hilluna sem telst til búsifja í hvaða kvennaliði landsins sem er.

Karfan TV ræddi við Inga Þór sem sagði stöðuna vitaskuld ekki ákjósanlega að vera með hluta leikmannahópsins í Reykjavík að æfa en Hólmarar væru engu að síður staðráðnir í því að láta dæmið ganga upp. 

 

Fréttir
- Auglýsing -