spot_img
HomeFréttirDomino´s-deild kvenna hefst í kvöld!

Domino´s-deild kvenna hefst í kvöld!

Í kvöld hefst keppni í Domino´s-deild kvenna með heilli umferð. Í sjö liða deild úrvalsdeildarinnar mun eitt lið sitja hjá í hverri umferð og verða það Grindvíkingar sem sitja hjá í fyrstu umferðinni. Allir þrír leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.

Leikir kvöldsins í Domino´s-deild kvenna, 19:15

Valur – Keflavík 

Hamar – Snæfell

Stjarnan – Haukar (Beint á Stöð 2 Sport)

Snæfell er ríkjandi Íslandsmeistari síðustu tveggja tímabila og Grindvíkingar eru ríkjandi bikarmeistarar. Í árlegri spá forráðamanna og fyrirliða í Domino´s-deildunum sem opinberuð var á blaðamannafundi KKÍ í gær kom fram að Haukum var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Hafnfirðingar hafa endurheimt Helenu Sverrisdóttur og í sumrinu kom allmyndarlegur liðsauki í Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur og Jóhönnu Björk Sveinsdóttur. Forvitnilegt verður að sjá hvort Haukar standi undir spánni en liðið sýndi nokkuð öfluga takta á undirbúningstímabilinu og lauk því með Lengjubikartitlinum. 

Stöð 2 Sport verður með upphitunarþátt í kvöld sem verður í opinni dagskrá kl. 22:00 en þar verður rætt við alla þjálfara deildarinnar, karla- og kvenna og leikur Hauka og Stjörnunnar krufinn til mergjar að lokinni beinni útsendingu. 

Þetta er byrjað – góða skemmtun! 

Fréttir
- Auglýsing -