spot_img
HomeFréttirRúnar Haukur Ingimarsson er látinn

Rúnar Haukur Ingimarsson er látinn

Rúnar Haukur Ingimarsson er látinn, hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri eftir harða og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm, 51 árs að aldri. Rúnar Haukur var allt sitt líf mikill stuðningsmaður Þórs og hin síðari ár vann hann mikið sjálfboðastarf í þágu Þórs. Hann sat m.a. um skeið í stjórn körfuknattleiksdeildar og sat í mörgum nefndum og ráðum fyrir Þór. Rúnar starfaði eitt sumar sem vallarstarfsmaður á Þórsvelli. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs. 

Rúnar Haukur sá til þess í fjölmörg ár að tölvubúnaður Þórs í Hamri væru í lagi en þar var hann svo sannarlega á heimavelli. 

Rúnar Haukur var mikill áhugamaður um ljósmyndun og þar nutu Þórsarar og fjölmargir fleiri góðs af. Hann var ,,hluti af leiknum“ eins og stundum er sagt og eftir hann liggja þúsundir ljósmynda sem hann tók á leikjum Þórs og hinum ýmsu viðburðum innan félagsins. 

Karfan.is naut góðs af ljósmyndaáhuga Rúnars og birtust fjölmargar myndir og myndasöfn eftir hann á síðunni um nokkurra ára skeið. Rúnar var fráskilinn og lætur eftir sig eina eftirlifandi dóttur sem er 12 ára gömul. 

Karfan.is sendir aðstandendum Rúnars hugheilar samúðarkveðjur. 

Af þessu tilefni viljum við benda á að þeir sem vilja leggja aðstandendum Rúnars lið er bent á eftirfarandi styrktarreikning:

 0566-05-443744, kt. 710269-2469
Eins er hægt að hafa samband í s. 824 2778 eða á netfangið [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -