Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Valencia sigruðu í dag lið Fiat Joventut með 76 stigum gegn 69. Valencia leiddi í hálfleik með 6 stigum, 34:28. Jón Arnór spilaði aðeins tæpar 8 mínútur í leiknum og skroaði ekkert á þeim tíma, tók eitt skot og það geigaði. Stigahæstur hjá Valencia var Svartfellingurinn Bojan Dubljevic með 20 stig. Valencia er því búið að sigra báða leiki sína í deildinni líkt og tvö önnur lið og líkast til á eftir að bæta í þann hóp þar sem leikir eru nú í gangi.



