spot_img
HomeFréttirHörður með þrjú stig í sigri Nymbruk

Hörður með þrjú stig í sigri Nymbruk

Nymbruk marði 73-71 sigur á VEF í gær þegar liðin áttust við í VTB deildinni. Hörður Axel Vilhjálmsson gerði 3 stig á þeim 23 mínútum sem hann lék í leiknum. Stig Haðar komu af vítalínunni en hann var einnig með 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Stigahæstur í liði Nymbruk var Howard Sant-Roos með 29 stig og 8 fráköst.

Nymbruk er í 2. sæti VTB-deildarinnar með 5 sigra og einn tapleik en Nymbruk hefur bara unnið á heimavelli í keppninni, þ.e. alla fimm sigurleikina en liðið lá á útivelli í þeim eina leik sem það hefur spilað að heiman. 

Fréttir
- Auglýsing -