spot_img
HomeFréttirJón Arnór með 7 stig í sigri

Jón Arnór með 7 stig í sigri

Það virðist vera nokkuð lukkulegt að ráða Jón Arnór Stefánsson til sín í ACB deildina þessi dægurinn því líkt og í fyrra með Unicaja Malaga er lið Valencia ósigrað eftir 5 umferðir í deildinni og reyndar í Eurocup.  Í gærkvöldi voru það lið Rio Natura Monbus sem lágu fyrir Valenica, 76:56.  Varnarleikur Valencia var til fyrirmyndar frá fyrstu mínútu og lið Monbus náðu t.a.m ekki að skora nema 5 stig í fyrsta fjórðung. 

 

Jón Arnór setti niður 7 stig og sendi 3 stoðsendingar á þeim 17 mínútum sem hann spilaði. Stigaskorið dreyfðist vel á mannskapinn að þessu sinni en eins og tölur gefa til kynna var þetta nokkuð þægilegur sigur Valencia sem gerist ekki oft í ACB. 

 

Liðið er líkt og áður sagði ósigrað á toppi deildarinnar eftir fjórar umferðir. Hinsvegar fara leikir fram í dag og að öllum líkindum koma einhver önnur til til með að deila þessu toppsæti með þeim þegar dagurinn er að enda. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -