"Ég komast að samkomulagi við ÍR um að losna undan samningi við liðið. Ég var ekki alltaf sammála því sem þjálfarinn var að gera og því komumst við að þeirri niðurstöðu að best væri fyrir mig að hætta. ÍR-ingar báru sig fagmannlega að í þessu öllu og losuðu mig undan samningi þannig að ég get þá farið í annað lið. Þetta var líkast til besta niðurstaðan fyrir báða aðila og ég þakka þeirra skilning á þessu." sagði Hamid Dicko sem hefur líkt og hann segir losað sig undan samningi við ÍR.
Hamid hefur verið í röðum ÍR síðan síðasta tímabil og spilaði með þeim 18 leiki í fyrra og skoraði í þeim 5 stig og sendi tæplega 2 stoðsendingar í leik. "Þetta var nú bara að gerast þannig að ég hef ekki heyrt í neinum liðum né leitað til neins. Ég er að njóta þess að vera í smá fríi og eyða tíma með nýfæddum syni mínum. " sagði Dicko að lokum.



