Logi Gunnarsson var að vonum kokhraustur eftir annan sigur í vikunni gegn sterku liði Tindastólsmanna. Logi kvaðst virkilega sáttur að hafa tekið sigur í báðum leikjunum þar sem oftast nær skipti liðin slíkum leikjum á milli sín. Logi sagði það hafa verið sterkt einnig að klára vel án Hauks Helga sem meiddist og spilaði lítið í seinni hálfleik.



