"Það yrði gríðarlega þýðingamikið fyrir mig að fá að vera í kringum þessa drengi" sagði Kobe Bryant um þá staðreynd að hann hefði áhuga á að leika með liði Bandaríkjana á Ólympíuleikunum næsta sumar. Kobe hafði ekki áhyggjur af því að 37 ára lappir hans myndu hafa neikvæð áhrif á liðið heldur frekar neikvæð áhrif á andstæðinga hans.
"Mér líður þannig að ég get orðið að liði bæði sem leiðtogi og varnarlega fyrir liðið. Ég get enn hreyft mig mjög vel í vörninni. Þetta yrði yndisleg reynsla fyrir mig og það yrði gaman að leika gegn leikmönnum frá mismunandi löndum." sagði Kobe einnig.



