spot_img
HomeFréttirStórt tap hjá Sundsvall gegn Luleá

Stórt tap hjá Sundsvall gegn Luleá

Hlynur Bæringsson skilaði 12 fráköstum og 7 stigum á 37 mínútum þegar lið hans Sundsvall bað ósigur á útivelli gegn liði Lulea.  Sundsvall byrjaði leikinn af krafti og leiddu framan af en þegar líða tók á annan leikhluta tóku Lulea öll völd í leiknum og slepptu aldrei takinu fram til loka leiks.  Hlynur skaut 14 skotum í leiknum og setti niður 6 þar af þrjá þrista.  Hann setti svo niður öll þau 3 víti sem hann tók.  Eftir leikinn er Sundsvall í 5. sæti deildarinnar með 4 sigra og 3 tap leiki. 

Fréttir
- Auglýsing -