Boras lið Jakob Sigurðarsonar spila í kvöld í FIBA Euro Cup gegn liði Le Havre í Frakklandi 87:76. Le Havre tók strax yfirhöndina í fyrsta fjórðung og leiddu með 9 stigum en Boras náði að minnka þann mun niður í 3 stig fyrir hálfleik. Le Havre voru svo sterkari í seinni hálfleik og kláruðu með sigri á heimavelli sínum.
"Við lentum undir 8-10 stigum strax í fyrsta leikhluta og vorum að elta allan tímann. Þetta var sex stiga leikur á tímabili í fjórða leikhluta þannig við hefðum getað gert leikinn spennandi í lokin en skotin duttu ekki. Þeir eru með betri íþróttamenn og meiri breidd en við og fannst mér það helst vera munurinn á liðunum." sagði Jakob Sigurðarson í samtali við Karfan.is nú í kvöld.
Jakob hefur átt betri leiki, skoraði 2 stig, sendi 2 stoðsendingar og skoraði 3 stig í leiknum. Boras og Le Havre deila efsta sæti riðilsins með 2 sigurleiki og einn tapleik.



