spot_img
HomeFréttirJón með 6 stig í Evrópusigri

Jón með 6 stig í Evrópusigri

Jón Arnór Stefánsson er ekki bara ósigraðir heimafyrir í ACB deildinni heldur eru þeir einnig með 4 sigra eftir jafn marga leiki í Eurocup deildinni. Í kvöld sigruðu þeir lið Spirou Charleroi frá Belgíu en það er einmitt sama lið og ætlaði að semja við Hauk Helga Pálsson en hættu við á síðustu stundu.  En hvað um það þá endaði leikurinn í kvöld, 65:49 og eins og tölurnar gefa tilkynna var þetta líkast til engin "konfekt leikur" ef svo má segja.  

 

Jón Arnór setti 6 stig á 18 mínútum og sendi 2 stoðsendingar ásamt því að stela tveimur boltum. 

 

Fréttir
- Auglýsing -