spot_img
HomeFréttirHamar sigraði KFÍ í Hveragerði

Hamar sigraði KFÍ í Hveragerði

 

Hamar og KFÍ áttust við í Hveragerði í kvöld þar sem Hamarsmenn fóru með 12 stiga sigur 97-85 Mikið kapp var lagt á sóknarleikinn hjá báðum liðum í fyrri hálfleik og fór Sigurður Hafþórsson hamförum í fyrsta leikhluta. Setti hann niður 11 kvikindi og leiddu Hamarsmenn 34-23. Í öðrum leikhluta komu þó gestirnir til baka og sýndu flotta takta í boði Kjartans og Anderson. Staðan 52-46. Síðari hálfleikur náði svo aldrei neinum hæðum en Hamarsmenn hentu sér mest uppí  15 stiga forystu og að lokum unnu þeir leikinn með 97 stigum gegn 85. Samuel Prescott skoraði 39 stig fyrir Hamar en Anderson var með 33 í liði KFÍ

Fréttir
- Auglýsing -