Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindvíkinga var ánægður með stigin tvö sem fengust í Vodafonehöllinni í dag. Athyglisverður sigur Grindvíkinga með Helgu Einarsdóttur, Petrúnellu Skúladóttur, Björgu Einarsdóttur og Ingibjörgu Jakobsdóttur í borgaralegum klæðum vegna meiðsla. Daníel sagði að hið svokallaða „slömp“ hefði verið styttra núna og átti þá við að frammistaða Grindavíkur í síðari hálfleik hefði ekki verið nægilega góð í síðustu leikjum.



