Helgina 28.-29. nóvember næstkomandi stendur Körfuknattleiksdeild ÍR að Jólamóti Nettó í íþróttahósinu við Seljaskóla. Leikið verður 2×10 mínútur þar sem 6-7 ára spila 3 á 3 og 8-11 ára spila 4 á 4. Stig verða ekki talin.
Þátttökugjald er kr. 2500,- á hvern leikmann en innifalið er nestispakki og verðlaun fyrir alla. Frítt er fyrir þjálfara og einn aðstoðarmann.
Þátttaka tilkynnist á netfangið [email protected] og skráningarfrestur er til 23. nóvember næstkomandi. Frekari upplýsingar um mótið veitir Sigurður Gíslason í síma 8969749.



