spot_img
HomeFréttirÖruggir sigrar hjá Nymbruk og Bakken

Öruggir sigrar hjá Nymbruk og Bakken

Fjöldi leikja fór fram í FIBA Europe Cup í kvöld. Hörður Axel Vilhjálmsson og Nymbruk fundu sigur og sömuleiðis Israel Martin og Bakken Bears en Snapps-stjórinn okkar,  Jakob Örn Sigurðarson, mátti fella sig við sigur þegar Boras lagði leið sína til Ítalíu.

CEZ Nymbruk 103 – 81 Tajfun
Hörður Axel Vilhjálmsson gerði sex stig fyrir Nymbruk, kappinn var 2/3 í þristum og einnig með eitt frákast en stigahæstur í liði Nymbruk var Michael Dixon með 26 stig. 

FoxTown Cantu 94 – 72 Boras Basket
Jakob Örn Sigurðarson skoraði 16 stig í liði Boras í kvöld og var með 3 fráköst en stigahæstir hjá Boras voru þeir Omar Kreyem og Christian Maraker báðir með 20 stig. 

Hibernia 67 – 90 Bakken Bears
Israel Martin og félagar unnu fjórða leikinn í röð í FIBA Europe Cup þar sem Carles Bivia var stigahæstur í sigrinum í Dublin í kvöld með 24 stig. 

Staðan í E-riðli hjá Boras

 
TEAM
P
W/L
F/A
PTS
1.
4
3/1
333/307
7
2.
4
2/2
293/279
6
3.
4
2/2
334/342
6
4.
4
1/3
280/312
5

Staðan í F-riðli hjá Nymbruk og Bakken 

 
TEAM
P
W/L
F/A
PTS
1.
4
4/0
324/259
8
2.
4
3/1
343/248
7
3.
4
1/3
287/300
5
4.
4
0/4
227/374
4
Fréttir
- Auglýsing -