spot_img
HomeFréttirAxel með 5 stig í tapi hjá Svendborg

Axel með 5 stig í tapi hjá Svendborg

Svendborg Rabbits lágu 75-70 í dönsku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið heimsótti Hörsholm 79ers. Eftir leikinn í gær er Svendborg í 4. sæti deildarinnar með 4 sigra og 4 tapleiki.

Leikurinn í gær var einnig sá fyrsti hjá Arnari Guðjónssyni sem aðalþjálfari Svendborgar eftir að hann tók við starfinu af Craig Pedersen sem sagði því lausu fyrir skemmstu.

Axel Kárason gerði 5 stig í leiknum og tók 5 fráköst fyrir Svendborg en hann var einnig með 3 stolna bolta. 

Fréttir
- Auglýsing -